Um Dögun

Dögun er sjávarútvegsfyrirtæki með aðsetur á Sauðárkróki. Félagið var stofnað árið 1983 og hefur verið starfandi síðan. Fyrirtækið hefur sérhæft sig í veiðum og vinnslu á rækju. Rækjuverksmiðja félagsins tók til starfa snemma árs 1984 og var þá að mestu unnin innfjarðarrækja úr Skagafirðinum. Verksmiðja félagsins hefur verið endurbætt og stækkuð reglulega og er nú ein fullkomnasta rækjuverksmiðja á Íslandi.  Miklar endurbætur voru gerðar á húsnæði og verksmiðju félagsins árið 2019.  Móttakan var stækkuð og möguleiki á aukinni vinnslu með nýjum tækjabúnaði og meiri sjálfvirkni.  

Í eðlilegu árferði þá eru framleiddar afurðir úr 7000 - 10000 tonnum af hráefni. Að jafnaði starfa um 30 starfsmenn hjá félaginu.

Stöðugt minnkandi rækjuveiði við Íslandsstrendur eftir aldamótin leiddi til þess að fyrirtækið lagði meiri áherslu á vinnslu iðnaðarrækju af frystiskipum á Flæmingjagrunni, Barentshafi, við strendur Kanada og víðar. Síðastliðin ár hefur uppistaða hráefnis verið iðnaðarrækja.  Dögun er með langtímasamninga við útgerðir og nokkuð tryggt flæði af hráefni.  Dögun er hluthafi í Reyktal AS sem stýrir útgerð 5 rækjutogara í Barentshafi og víðar.  

Dögun hefur alla tíð selt rækju á innanlandsmarkaði, en meginhluti framleiðslunnar fer þó til útflutnings. Mest er selt til Bretlands, Danmerkur og annarra Evrópulanda.    

Allar vörur eru fullunnar og tilbúnar til neyslu.  Við leggjum áherlsu á rekjanleika og sjálfbæra nýtingu veiðistofna.  Stærstur hluti framleiðslunnar er MSC vottuð. 

Dögun hefur innleitt jafnréttisáætlun og jafnlaunastefnu í sinni starfsemi.  Jafnlaunastefna Dögunar tryggir að konum, körlum og fólki með hlutlausa skráningu kyns í þjóðskrá séu greidd jöfn laun og njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafnverðmæt störf. Með jöfnum launum er átt við að laun skulu ákveðin á sama hátt fyrir fólk óháð kyni. Skulu þau viðmið sem lögð eru til grundvallar launaákvörðun ekki fela í sér kynjamismun. 

Dögun hefur undanfarin ár fengið viðurkenningu Creditinfo sem framúrskarandi fyrirtæki í rekstri.