Fréttir

Veiðar á úthafsrækju á Íslandsmiðum voru frjálsar á árabilinu 2010/2011 – 2013/2014. Heildarkvóta var úthlutað á hverju fiskveiðiári en sókn frjáls á meðan kvóti var til staðar. Alþingi hefur nú ákveðið að kvótasetja rækju að nýju. Byggt verður að hluta(50%) á veiðireynslu síðustu þriggja ára og að hluta(50%) á eldri veiðireynslu. Eldri kvótar þeirra útgerða sem ekkert hafa veitt af rækju liðin 3 ár skerðast því um helming samkvæmt nýjum lögum.

Frjálsar veiðar og kvóti

Á árinu 2013 var farið í nokkuð umfangsmiklar breytingar í rækjuverksmiðju Dögunar. Nýr miðlægur sjóðari frá Laitram Machinery´s var settur upp og er sá fyrsti sinnar tegundar hérlendis. Sjóðarinn kemur í stað 5 minni sjóðara sem áfastir voru pillunarvélunum. Nú er allt hráefni soðið við kjöraðstæður í miðlægum tölvustýrðum sjóðara sem tryggir jafna suðu og meira öryggi í framleiðsluferlinu. Umtalsverður orkusparnaður fylgir þessari framkvæmd og er áætlað að orkukostnaður við suðu lækki um allt að 50%.

Umfangsmiklar breytingar í rækjuverksmiðju Dögunar